Endurvinnslan: Lost in Translation (2003)          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Lost in Translation (2003)



Það eru Bill Murray og Scarlett Johansson sem fara með aðalhlutverk í þessari mynd Sofiu Coppola.
Ég hafði aldrei sérstaklega mikinn áhuga á að sjá þessa mynd þrátt fyrir að hún hafi á sínum tíma fengið frábæra dóma. Ástæðan, jú ég bjóst við að lítið gerðist í myndinni og ég sá nokkurn vegin fyrir mér hvernig hún væri. Þannig að hún varð alltaf varamynd þegar farið var út á vídjóleigu og sat því alltaf eftir. Ástralskur félagi minn mældi hins vegar eindregið með að ég myndi sjá hana og í gær sá ég leik í hendi. Í ljós kom að hún er ekki leiðinleg og þrátt fyrir að lítið "gerist" þá er þetta litla í raun mjög stórt og sætt. En myndin fjallar um vináttu (ástarsamband?) tveggja einstaklinga sem hittast fyrir tilviljun í þeirri mjög svo ópersónulegu (allavega í myndinni) borg Tokyo. Þessi Scarlett Johansson heillaði mig alveg upp úr skónum með leik sínum og sjarma. Ég mundi ekki segja að þetta sé snilldarmynd en ef maður hefur áhuga á einhverju aðeins öðruvísi þá er þetta fínt á könnuna.

                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music