The Ring 2 (2005)
Hringurinn er snúinn aftur með áströlsku skutluna Naomi Watts í hlutverki Rakelar.
Það sem sárvantar í þessa mynd og gerði fyrri myndina góða var mystería. Það er engin uppbygging í sögunni og myndin er frekar bara samansafn atriða sem eiga að bregða eða hræða mann. Spólan sem spilaði svo stórt hlutverk í fyrri myndinni kemur til dæmis sáralítið við sögu nema rétt í byrjun. Tilraun var þó gerð til að fara í gang með mysteríu en það var þunnur þrettándi sem ekkert varð úr. Það er eins og að leikararnir hafi verið meðvitaðir um þessa galla og eru frekar áttavilltir. Sjáið frekar fyrri myndina aftur heldur en þessa.