Heitur Heitur Hiti
Þetta eru strákarnir í Hot Hot Heat, kanadískri hljómsveit sem hefur það eitt að leiðarljósi að hressa mann og annan. Ný plata frá þeim á held ég að koma í búðir á morgun með nafninu Elevator. Þessi plata ætti að vera bakvið eyrun á fólki í sumar til að stuða menn við. Síðasta plata þeirra gerði slíkt í mínu tilfelli og fékk að rúlla er ekið var um hávegi landsins. Flestir ættu að kannast við Bandages sem kom þeim á kortið hér á landi. Til að kynna þessa stuðbolta enn frekar er eitt mesta stuðlagið á nýju plötunni reiðubúið til níðurhals þér að kostnaðarlausu. Lagið er Pickin' it up.