Endurvinnslan: My life in Pink (1997)          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

My life in Pink (1997)



Það er ekki á hverjum degi sem maður horfir á bíómyndir í skólanum en í morgun var slíkt raunin. Boðið var upp á myndina My life in Pink eða Ma Vie en Rose eins og hún heitir á frummálinu. Þetta er Belgísk mynd sem fjallar um 7 ára strák sem langar mest að verða stelpa. Myndin sýnir svo hvernig fullorðna fólkið bregst við með sínar fastmótuðu skoðanir um hvernig strákar "eigi að vera". Ég ætla nú ekki að röfla mikið um þessa mynd þar sem ég býst ekki við að neinn hafi séð hana. Hún hafði samt mikil áhrif á mig og ég var hálf vankaður eftir á. Þetta er mynd sem fær mann til að hugsa og það er alltaf hressandi. Ef Hollywood myndi endurgera þessa mynd af einhverju fagfólki þá væri þetta alveg óskarsmynd. Hún fékk einmitt Golden Globe verðlaunin 1997 sem besta erlenda myndin. Ég pantaði mér hana á Play.com þannig að menn geta farið að senda inn beiðnir um að fá hana lánaða :)

                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music