Partýeyrað
Ég var eitthvað að lesa um eitthvað femínista band í fréttablaðinu og varð gríðar forvitin og fór á stjáinn. Bandið heitir Le Tigre og ég fann lag með þeim sem gæti komið að góðum notum um helgina til að gíra sig upp. Við erum að tala um gamalt hressingarlag sem þessir krakkar hafa gefið aðeins kraftmeiri blæ. I'm so excited heitir það og ekki er verra að hækka vel í og hrista spikið fram og aftur. Þetta er lafandi femínismi.