Maðurinn er kominn af gæsum
Þessi staðreynd kom bersýnilega í ljós í gær er ég ók um malbik borgarinnar. Skyndilega hljómaði þetta lag og gæsahúð lék um punginn á mér. Það er ekki oft sem þetta gerist en þegar það gerist, þá fyllist ég stolti af forfeðrum mínum, gæsunum góðu sem flögra um loftinn blá án nokkurar vitneskju um afkomendur þeirra sem hafast við í þjótandi málmklessum.