Constantine (2005)
Það er sjálfur Kjanú Rífs sem í þessari mynd etur kappi við ýmsan djöfulgang. Þetta er byggt á einhverri teiknimyndasögu þannig að Nexus nerðirnir voru margir hverjir á staðnum.
Sem betur fer þá tekur þessi mynd sig ekki allt of alvarlega og það er kannski aðallega þess vegna sem hún gengur ágætlega upp. Fyndnar línur ekki af skornum skammti á þessum bæ. Annars er þetta langt frá því að vera neitt frumleg mynd, hún fær lánað héðan og þaðan úr ýmsum kvikmyndum eins og The Exorcist, Blade, The Matrix og jafnvel The Mummy. Brellurnar eru flottar og myndin er mikið fyrir augað. Nokkuð hressandi flipp bara og ágætis skemmtun.