Doves - Some Cities (2005)
Manchester tríóið Doves hefur sent frá sér sína þriðju breiðskífu með nafninu Some Cities. Þetta er að mínu mati eitt besta breska bandið í dag, festu sig heldur betur í sessi með magnaðri annari plötu sem hét The Last Broadcast. Og ekki var frumburðurinn mikið síðri.
Þeir eru á nokkuð svipuðum slóðum á þessari nýju en tilraunamennskan kannski ekki eins áberandi og áður. Að mínu mati nær hún ekki sömu snilldarhæðum og Last Broadcast þó hún eigi þrusuflotta spretti. Fyrsta smáskífan, Black and White Town er til að mynda lafandi hressandi og eitt flottasta lag plötunnar. Snowden, Someday Soon og Walk in Fire eru eftirminnilegustu lögin. Góð plata frá magnaðri hljómsveit sem hefur þó gert betur.