Kaiser Chiefs
Þessi hljómsveit er aldeilis að hressa á mér punginn þessa dagana. Koma frá Leeds og eru að unga út sinni fyrstu plötu sem kallast Employment. Þeir leika svona nanana rokktónlist, öðru nafni úmbarassasa rokk. Við erum að tala um grípandi hressingartónlist. Til að gefa fólki smá hugmynd hvað um er að ræða eru hér tvö geybilega hressandi lög í boði fyrir velunnara. Everyday I love you less and less og I predict a Riot. Þetta ætti að hressa punginn eða brjóstin á þér.