Sveittir hundar
Það er alveg magnað að það er sama hvað dýr eins og hundar og kettir, hlaupa, hamast og djöflast mikið aldrei finnur maður vott af svitafýlu af þeim. Annað virðist gilda með osta, þeir þurfa ekki nema að sitja inni í ísskáp yfir einhvern tíma og þá gossar upp hraustleg svitafýla. Eða eins og Sókrates sagði, viska rennur ekki úr nefinu, þú verður að hnerra svo hún komi fram.