Helgarhittarinn
Alltaf er maður að gefa. Í þetta sinn er það lag af væntanlegri plötu New Order sem heitir Waiting for the Siren's Call og kemur út 30. mars. Það er búið að bíða lengi eftir þessari plötu enda fjögur ár síðan dúndurstuðplatan Get Ready kom út. Menn eru því með endur á kafi í hálsi. Lagið er Guilt is a useless Emotion og ætti að fá menn jafnt sem konur til að slefa og ranghvolfa augum.