Manic Street preachers - Lifeblood (2004)
Nýjasta stöff þeirra Walesverja heitir Lifeblood. Þeir hafa lifað tímana tvenna þessir kallar og hafa m.a. lent í að týna einum hljómsveitarmeðlimi sem ekki enn hefur fundist. Þeir voru nú um tíma að tala um að hætta eftir síðustu plötu, Know your Enemy, en sem betur fer varð sú ekki raunin.
Það sem þeir bjóða upp á á þessari sjöttu breiðskífu er mun rólegra og poppaðra en áður hefur heyrst frá þeim. Þetta eru flest allt mjög sefandi lög og fer lítið fyrir pólitískum áróðri og rokki. Engu að síður er ég mjög ánægður með þessa plötu. Tíu lög af tólf finnst mér mjög góð og þau fallegustu eru "A song for our Departure", I live to fall Asleep" og "Always Never". Fyrsta smáskífan "The Love of Richard Nixon" er fyrsta lagið sem ég heyri með þeim sem mögulega væri hægt að dansa við, en mjög gott lag. Flott plata. 4/5