Persónuleikapróf
Þeir sem hafa lítið við sinn tíma að gera bendi ég hér á próf sem hægt er að taka á netinu sem mælir persónuleikaraskanir. Þetta er örugglega með betri prófum sem hægt er að taka á netinu um þessi mál. Persónuleikaröskun er þegar fólk sýnir einhverja stöðuga hegðun eða hugsanir sem valda honum eða öðrum einhvers konar skaða. Þetta fólk fúnkerar oft ekki vel í samfélaginu. Til dæmis er ein persónuleikaröskun Dependent personality Disorder þar sem einstaklingur á til að vera mjög háður öðrum einstaklingi sem hann á í einhvers konar sambandi við. Þetta fólk getur virkað pirrandi til lengdar á annað fólk með þeirri hættu í för með sér að það hafnar því sem getur síðan aukið á þessa dependent hegðun. Þetta fólk lendir oft í svona vítahring því hegðun þess er mjög ósveigjanleg. Ef þið komið hátt út á einhverjum kvörðum þá bjallið þið bara í mig..Slóðin er www.4degreez.com/misc/personality_disorder_test.mv