Endurvinnslan: Sweeney Todd: The Demon barber of Fleet Street (2007)          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Sweeney Todd: The Demon barber of Fleet Street (2007)



Fór að sjá þess mynd í kvikmyndahúsi. Leiksstjórinn Tim Burton er enn kominn hönd í hönd með hjartaknúsaranum Johnny Depp (Sleepy Hollow, Corpse Bride, Edward Scissorhands) og núna er það rennblóðugur söngleikur!
Ég vissi ekki fyrirfram að ég væri að fara að horfa á söngleik enda runnu á mig tvær grímur þegar Johnny Depp hóf upp raust sína í upphafsatriði myndarinnar. Ég er ekki hrifinn af söngleikjum, finnst eitthvað svo kjánalegt þegar persónur setja sig í stellingar og byrja að syngja. Lög koma svo litlum upplýsingum til skila og endurtaka oft sömu hlutina aftur og aftur. Það þarf því rosalega grípandi og góð lög til að mér fari ekki að leiðast.
Það kom jú fyrir að mér fór aðeins að leiðast þófið á Sweeney Todd en þegar myndin endaði get ég ekki sagt annað en ég hafi verið sáttur. Myndin er nefninlega nokkuð skemmtileg og Tim Burton er snillingur í að búa til sérstæða stemningu. Stemningin í þessari mynd er nefninlega stórfurðuleg og oft veit maður ekki hvort maður á að hlæja, gráta eða kasta upp.
Nýjasta mynd Tim Burton mun alls ekki falla öllum í geð en hún er hins vegar kvikmyndaviðburður sem fólk ætti hiklaust að kíkja á. Endirinn er magnaður.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music