Endurvinnslan: Bestu plötur ársins 2007          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Bestu plötur ársins 2007

Jæja lömbin mín. Þið megið kíkja. Ég er búinn með árslistann yfir uppáhalds plötur mínar á árinu 2007.

20.Bat for Lashes - Fur & Gold

Einir af fjölmörgum góðum nýliðum ársins. Flott plata.



19.Kenna - Make sure they see my face

Ef Bloc Party myndu færa sig nær hip-hopinu væri útkoman líklega eitthvað lík þessari annari plötu hins eþíópíu-fædda Kenna



18.Bright Eyes - Cassadaga
Ég uppgötvaði Bright Eyes eiginlega á árinu. Ég vissi að hann væri til jú en uppgötvaði að mér líkar hann mjög vel og þá sérstaklega þessa plötu.



17.Jens Lekman - Night falls over Kortedala

Þennan kappa uppgötvaði ég líka á árinu. Einstaklega hlýlegur og skemmtilegur.



16.Of Montreal - Hissing Fauna, Are you the Destroyer?
Fékk skammlíft æði fyrir þessari plötu á árinu. Hún er engu að síður mjög skemmtileg og á eftir að eldast vel.



15.Tegan & Sara - The Con
Það er eitthvað við þessar stelpur sem ég er skotin í. Tónlistinni þ.e.a.s. ehemm.



14.Spoon - Ga ga ga ga ga

Þessir gaurar gera fjári grípandi lög og þessi plata er safn slíkra laga.



13.Andrew Bird - Armchair Apocrypha



12.John Vanderslice - Emerald City




11.Logh - North
Best geymda leyndarmál Svíþjóðar?



10.Manic Street Preachers - Send away the Tigers
Manics snéru ekki bara aftur á árinu heldur gerðu mjög einfalda og árangursríka rokkplötu sem ég naut sérstaklega vel á árinu enda manics aðdáandi.



09 Great Lake Swimmers - Ongiara

Þetta er yndislega þægileg plata. Enn einn gullmolinn frá Kanada.



08 The Kissaway Trail - The Kissaway Trail
Frumraun þessa dana heillaði mig á árinu.



07 The Shins - Wincing the night away
Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með nýju plötuna með The Shins eins og margir. Ekki þeirra besta plata en dúndur fín engu að síður. Að mínu mati rökrétt framhald af síðustu plötu þeirra.



06 Band of Horses - Cease to Begin

Önnur plata hestamannana frá Seattle olli engum vonbrigðum. Geggjað sánd á þeim og mögnuð plata.



05 The Clientele - God save the Clientele

Eins og platan með Great Lake Swimmers þá er þessi svona stemningsplata. Engin stök lög sem standa sérstaklega upp úr heldur er platan mjög samloðandi og myndar notalega stemningu.



04 Radiohead - In Rainbows




03 Rufus Wainwright - Release the Stars


Rufus Wainwright er líklega uppgötvun ársins hjá mér. Ég varð aðdáandi hans eftir að ég hlustaði á þessa plötu.

02 Feist - The Reminder

Feist er að mínu mati söngkona ársins. Gerði ekki bara frábæra plötu heldur gerði einnig skemmtileg myndbönd.



01 Arcade Fire - Neon Bible

Ég veit að það eru fáir sammála mér en mér finnst Neon Bible betri en fyrri plata Arcade Fire. Ég er mjög tvö góð orð til að lýsa þessari plötu. Drungaleg og dýrðleg.

                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music