Endurvinnslan: Irréversible          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Irréversible

Ég veit ekki hvort þið hafið séð þessa frönsku mynd sem ég horfði á fyrir nokkrum vikum. Þessi mynd er eftir kappa sem heitir Gaspar Noe og það er óhætt að segja að þetta sé aggressífur kvikmyndagerðarmaður. Ég hef séð tvær myndir eftir hann, Irréversible og I stand Alone. Báðar myndir sem Valur hefur lánað mér. Þetta eru alls engar afþreyjingarmyndir eða fíl-gúd myndir það skal ég segja ykkur. Mér leið á köflum frekar illa að horfa á þessar myndir. Það læddist jafnvel að mér óþægindatilfinning eins og ég væri að gera eitthvað rangt með því að horfa á þetta. Ofbeldið í þessum myndum er sýnt á svo ógeðfelldan (sem ofbeldi reyndar alltaf er) og raunverulegan hátt.
Fyrsti hálftíminn í Irréversible er einhver óþægilegasta upplifun sem ég hef orðið fyrir. Ég var alvarlega að hugsa um að slökkva á myndinni og leit að lokum undan þegar maður var endurtekið laminn í höfuðið með slökkvitæki þangað til hausinn á honum var orðinn að hakki. Tilgangurinn með þessu hefur Noe sjálfur held ég sagt sé að sýna hvað ofbeldi sé alltaf ógeðslegt og ljótur hluti mannlegrar hegðunar. Þannig er hann kannski ágætis mótvægi við Hollywood myndir sem sýna ofbeldi á "aðlaðandi" og óraunverulegan hátt. Mér finnst þetta allavega góður punktur hjá honum. En þessi mynd Irréversible hún var ansi erfið að horfa á. Ég efast um að ég horfi á þessa mynd aftur en mér fannst hún samt rosalega áhugaverð því hún hefur setið í mér. Líka þessi spurning sem hún kastar fram: Hvað erum við fær um að gera þegar ákveðnar öfgafullar aðstæður koma upp. Við höfum öll ákveðna árásarhneigð í okkur sem er bara eðlilegt. Ef við hæfum hana ekki værum við ekki á lífi. Þegar þrengt er að lífverum þá bíta þær frá sér. Ég mæli ekki sérstaklega með þessum myndum nema að fólk hafi mikinn kvikmyndaáhuga eða á myrkari hlið mannlegs eðlis.

                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music