Endurvinnslan: The Golden Compass (2007)          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

The Golden Compass (2007)



Hér er komin meint jólamynd ársins 2007. Gyllti áttavitinn er ævintýramynd með fullt af frægum leikurum m.a. Nicole Kidman, Daniel Craig og Ian McKellan sem talar fyrir ísbjörn.
Ég verð að vara fólk við að eyða peningum í þessa mynd. Hugsanlegt er þó að krakkar muni heillast en persónulega fannst mér þetta afrit af öðrum kvikmyndum þá sérstaklega Lord of The Rings. Samlíkingarnar eru alltof margar svo að maður hikar jafnvel við að kalla Gyllta Áttavilltan frumsamna kvikmynd. Í staðinn fyrir hringinn erum við með áttavita, í staðinn fyrir Fróða erum við með Lýru, öll nöfn eru voða svipuð t.d. Bölvangur og Svalbard, Ian McKellan og Christopher Lee eru báðir í myndinni..
Kjánalegast var svo þegar Norðmenn voru farnir að tala bjagaða íslensku og að einn rosa vígalegur ísbjörnakonungur hafði nafnið Ragnar Sturluson. Það er svosem ágætt að nota íslenskuna en þegar hún er notuð svona kjánalega geta maður ekki sagt annað en sjit.
Það sem kórónaði svo þessa slöppu mynd er að hún endaði með því að gera áhorfendum kunngjört að þetta er fyrsta myndin í seríu svo að verið tilbúin að taka upp veskin að ári og mæta ísbjörnum á borð við Ragnar Sturluson og Braga Ásmundssyni.
Tveir þumlar niður.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music