Hal
Fyrst ég er byrjaður að tala um tónlist þá er erfitt að stoppa. Írska hljómsveitin Hal er mér hugleikinn. Þetta er band sem engin virðist vita um, sem er skrítið því þeir gera alveg sérstaklega grípandi, fallegt og skemmtilegt popp. Svo eru þeir með einstaklega mjóraddaðan söngvara og eru duglegir að bakka hann upp með bakröddum a-la Beach Boys. Eina platan sem þeir hafa gefið út er samnefnd þeim og kom út árið 2005. Er þessi plata í miklu uppáhaldi hjá mér og greip ég nýlega í hana aftur eftir gott hlé. Hún veldur ekki vonbrigðum. Ég er gríðarlega spenntur að heyra meira efni frá þessum hressu Írum en þeir eru núna að taka upp sína aðra plötu.
Einstakur flutningur söngvarans í Hal á laginu Don't come running
Myndband við lagið Play the Hits
Einstakur flutningur söngvarans í Hal á laginu Don't come running
Myndband við lagið Play the Hits