The Kissaway Trail - The Kissaway Trail (2007)
Þetta er líklega uppáhalds platan mín í dag. Búinn að vera lengi að melta hana og hún er alltaf að vinna á. Þetta er danskt band og ég myndi lýsa tónlist þeirra sem aðeins léttari útgáfu af Arcade Fire. Jú og minna á köflum einnig á samlanda sína í Mew. Fyrstu sex lögin á þessari plötu eru rosaleg. Sérstaklega eru lögin Smother+evil=hurt og It's close up faraway mögnuð. Annars er þetta svaka fín plata og með því besta sem maður hefur heyrt í rokkinu í ár.
Myndbandið við Smother+Evil=Hurt
Myndbandið við Smother+Evil=Hurt