Disturbia (2007)
Það er plötusnúðurinn knái og leikstjórinn D.J. Caruso (The Salton Sea, Taking Lives) sem er ábyrgur fyrir þessar spennumynd sem skartar nöfnum á borð við Carrie-Anne Moss, David Morse og Shia Labeouf .
Ég varð fyrir vonbrigðum með þessa mynd. Hún fer vel af stað en missir algjörlega flugið þegar líða tekur á hana. Mér fannst hún alls ekki trúanleg og því virkuðu spennuatriðin ekki á mig. Það var ekkert í myndinni sem kom manni á óvart og því fór mér að leiðast þegar leið á hana. Eina jákvæða sem ég get sagt er að leikarinn ungi Shia Labeouf fór ágætlega með aðalhlutverkið, leikari sem ég hef ekki séð áður.