Vatn
Vatnsrennibrautir er mjög vanmetin samgöngumáti og dægradvöl. Einhverra hluta vegna hafa krakkar forgang á að skemmta sér í vatnsrennibrautum á meðan fullorðnir þurfa að horfa öfundaraugum í bubblandi heitum pottum. Það hafa allir gott að því að renna sér niður vatnsrennibraut. Ég myndi kjósa þann alþingismann sem myndi renna sér niður vatnsrennibraut með hendur útí loft. Og af hverju er engin vatnsrennnibrautagarður á Íslandi?