Sumarhljómar pt.1
1. Acid House Kings - I write summer songs for no good reason
Ekki bara frábær titill á lagi hjá þessu sænska poppbandi heldur er lagið einstaklega hlýlegt. Smá ljúfsárindi í þessu líka sem gefur þessu tilfinningu. Þetta finnst mér æðislegt.
2. Mark Ronson featuring Amy Winehouse - Valerie
Upprunalega útgáfa þessa lags var á sumardisk síðasta árs hjá mér. Þá voru það sjóræningjarokkararnir í The Zutons en núna er það heitasta röddin í poppbransanum og einhver gaur sem taka lagið og gera það dansvænna. Útkoman er ansi fín.
3. I'm from Barcelona - We're from Barcelona
Nananananana! Þarf nokkuð að segja meira?
4. Shiny Toy Guns - You are the One
80's stíllinn á þessu bandi er svalur og nær hámarki í þessu lagi.
5. The Format - Snails
Þetta er bara yndislegt lag og textinn er frábær. Snails see the benefits. The beauty in every inch.. Hérna er heildartextinn
6. Patrick Wolf - The Magic Position
Þetta lag kveikir áramótabrennu inn í mér. Ég bara lýsist upp. It's gonna be a glorious day.. Klappið og fiðlan eru alveg að gera sig hérna.
7. Midlake - We gathered in Spring
Dáleiðandi lag frá snillingunum í Midlake. Mér finnst eins og lagið sé um góðar minningar en ég veit ekkert um það.
8. Groove Armada featuring Mutya - Song 4 Mutya (Out of control)
Hér er óhætt að reima á sig dansskóna.
9. Feist - 1 2 3 4
Nýjasta platan hennar Feist er að gera sig og þetta lag einstaklega skemmtilegt.
10. The Fratellis - Flathead
Rokk og ról frá Bretlandi. Ef maður myndi skoða heilaskannamynd af manneskju að hlusta á þetta lag þá er ég viss um allur heilinn væri logandi.