Áfangi
Ég mæli með því að þeir sem hafa ekki séð myndina The Graduate frá 1967 geri það og þeir sem hafa séð hana sjái hana aftur. Ofsalega skemmtileg mynd og tvímælalaust með betri rómantísku myndum sem ég hef séð. Lokaatriðið er líka svo flott og svo einfalt og svo vel gert..og tónlistin auðvitað frábær.
DVD safnið mitt náði þeim merka áfanga að komast upp í 300 kvikmyndir. Það hefði verið ansi magnað ef myndin 300 hefði verið númer 300. En nei það var myndin Texas Chain Saw Massacre sem hífði safnið upp í heilan hundrað. Þetta er mynd sem ég á eftir að horfa á og planið er að gera það á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní.
Hæ hó jibbí jei jibbí jei það er kominn morðóður maður með keðjusög!