Die Hard 4.0 (2007)
Jájá John McClane bara mættur aftur í fjórða sinn.
Þetta er bara pottþétt hasarmynd og fínasta skemmtun. Kom mér verulega á óvart. Vondu kallarnir ekki að gera neitt svakalega frumlega hluti og aðal vondi kallinn ekkert voða spennandi en annað vegur þetta upp og Bruce Willis er í banastuði sem fyrr. Og fær góða aðstoð frá ungum strák sem leikur tölvunörd. Skellið ykkur á Die Hard 4,0.