Endurvinnslan: David Fincher & Darren Aronofsky          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

David Fincher & Darren Aronofsky

Ef einhverjir þekkja ekki mennina sem nefndir eru í fyrirsögninni þá eru þetta leikstjórar sem hafa að mínu mati báðir gert einhverjar áhrifamestu kvikmyndir síðari ára. Fincher gerði Seven (1995) og Aronofsky Requiem for a Dream (2000). Þessar myndir eiga það sameiginlegt að fanga áhorfandann inn í ákveðið andrúmsloft og sleppir ekki takinu fyrr en myndin er búin.

Nýlega gerðu báðir leikstjórar nýja kvikmynd. Fincher gerði Zodiac og Aronofsky gerði The Fountain. Zodiac er núna í bíó en The Fountain er ekki enn komin á klakann. Ég ætla að fjalla um báðar þessar myndir.

Zodiac (2007)


Þessi mynd gerir að umfjöllunarefni raðmorðingja sem kallaði sig Zodiac og myrti minnir mig 12 manns á 7. og 8. áratugnum.
Þetta er tvímælalaust besta mynd Fincher síðan Seven. Myndin er spennandi allan tímann og aldrei leiddist mér þrátt fyrir hraustlegan sýningartíma. Þetta er vönduð og áhugaverð kvikmynd með mögnuðum leikhóp.

The Fountain (2006)


The Fountain er mun umdeildari mynd heldur en Zodiac. Myndin var upphaflega blásin af árið 2002 en þá átti Brad Pitt að leika í henni. Framleiðsla myndarinnar hófst þó aftur 2004 og þá var búið að ráða ástralann Hugh Jackman (X-men) og hina bresku Rachel Weisz (The Mummy, Óskar fyrir The Constant Gardener).
Það er meira að segja umdeilt um hvað myndin fjallar. Það má að mínu mati túlka hana á ýmsa vegu. En ég ætla bara að segja hvað mér fannst hún fjalla um. Jackman leikur vísindamann sem þarf að horfa upp á konuna sína (Weisz) versna af krabbameini á meðan hann leitar að lækningu við meininu. Í kringum þennan rauða þráð vefst svo önnur saga sem spannar líklega árþúsund. Í þessari sögu verður myndin mjög súrrealísk en í leiðinni blómleg fyrir ímyndunaraflið. Ég held ég segi ekkert meira um söguþráðinn..Þrátt fyrir að sumt í myndinni hafi verið örlítið þungt að kyngja og erfitt að skilja þá fannst mér þetta bara ansi falleg ástarsaga. Við höfum séð fjölmargar kvikmyndir um ást tveggja einstaklinga og þekkjum formúluna á bak við þær. Að mínu mati nær Aronofsky að lýsa upp áhugaverðri hlið á ástinni. Kannski er ástin árátta sem erfitt er að sleppa. Órökræn eins og sumar geðraskanir. Hversu langt erum við tilbúin að ganga til að halda í hana? Allavega þá heillaði leikurinn mig upp úr skónum í myndinni. Razhel Weisz er eitthvað svo raunveruleg og viðkvæm að maður einhvern veginn verður ástfanginn af henni. Og Hugh Jackman! Sá sýnir taktana. Úff maður. Langt síðan ég hef séð eins magnaða frammistöðu. Svo þrátt fyrir að The Fountain sé á köflum ansi framandi þá er kjarninn eitthvað sem maður tengir auðveldlega við. Ég get allavega sagt eitt. Þessa mynd horfi ég á aftur. Og það hlýtur að vera hrós.

                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music