Capote (2005)
Philip Seymour Hoffman leikur rithöfundinn Truman Capote sem hellti sér í rannsókn á hrottalegu fjöldamorði sem endaði svo í bók hans In cold Blood.
Þessi sérstæði karakter er ótrúlega vel leikinn af Hoffman sem tileinkar sér minnstu andlitskæki þessa merka rithöfundar. Myndin sjálf fannst mér hins vegar ekki halda í frammistöðu Hoffman. Fyrri hlutinn fannst mér betri en sá seinni og kom smá langdregnilykt undir lokin. Ágætis mynd þó en náði aldrei að gleypa mig.