Smoosh
Þegar hljómsveitin Smoosh var stofnuð árið 2002 í Seattle voru meðlimir hennar átta og tíu ára systur, þær Chloe og Asya. Önnur er lærður trommuleikari en hin lærði á píanó. Þær gáfu nýlega út sína aðra plötu, Free to Stay en áður hafði komið út She like electric. Þær leika létt píanóskotið indí popp og gera alveg ágætlega. Ég er reyndar bara með lög af fyrri plötunni en hlakka til að heyra þessa nýju. Mér líst vel á framlag þessara stelpna.
Smoosh - It's cold