Þrennan
Fyrstu bringuhárin komin í hús. Ég er ekki frá því að það séu þrjú hár mætt á bringuna á mér. Það nægir mér svo sem. Hef ekkert að gera við fleiri. Læt Valþór og Birgir alveg um umsjá á bringuhárum. En í tilefni af góðri uppsprettu eru hér þrjú lög til að hlusta á meðan fólk veltir fyrir sér hlutverki sínu í lífinu. Eitt snilldarlag af nýju Muse plötunni sem ég hef mikið verið að hlusta á. Annað lagið er með einum af mínum uppáhalds hljómsveitum í dag My morning Jacket. Frábært lag sem heitir Lowdown. The Feeling er svo hljómsveit sem er mjög vinsæl í Bretlandi þessa dagana. Voru að gefa út sína fyrstu plötu sem inniheldur létt og hressandi gítarpopp.
Muse - Map of the Proplematique
My Morning Jacket - Lowdown
The Feeling - Never be Loneley