Nýja Muse platan
Eftir að hafa hlustað á fyrstu fimm lög nýju Muse plötunnar Black Holes and Revelations hef ég áttað mig á að áhyggjur mínar eftir að hafa heyrt Supermassive Black Hole voru ástæðulausar. Nýja platan er vissulega poppaðri en annað sem þeir hafa sent frá sér en engu að síður er drunginn, tortryggnin, svalleikinn, melódírnar og píanóspilið sem einkennt hafa Muse á sínum stað. Gítarinn hefur hins vegar vikið fyrir meiri forritun og vísindaskáldsögulegum hljóðum. Það eru spennandi tímar framundan.
Muse - Starlight
Muse - Starlight