Keane í annað sinn
Nú eru vælukjóarnir í Keane búnir að gefa út sína aðra plötu, Under the Iron sea og hve við hæfi það er að tala um hana þegar flestir eru komnir undir sæng. Pæliði bara í öllum þeim draumum sem munu sveima í hausnum á fólki í nótt. Litlar kvikmyndir í hausnum á okkur sem við ráðum ekkert við. Ég held að maður missi allar hömlur í draumum sínum. Ég ætlaði um daginn að banka upp á hjá konu og spyrja hana hvort hún vildi sofa hjá mér. Karlinn hennar kom til dyra og ég spurði hvort hann gæti lánað mér mjólkurdreitil. Svefninn sameinar okkur og tónlistin gerir það líka og því skil ég eftir lítið lag sem hægt er að hlusta á áður en koddinn sígur undan dreymandi höfðinu. Lagið er af Keane plötunni sem hljómar afskaplega vel.
Keane - Hamburg Song