Lifandi þumall
Í dag hefur þumalfingurinn á vinstri hönd minni kippst reglulega við. Ég velti fyrir mér hvort hann sé að reyna að segja mér eittthvað. Getur verið að maður hlusti ekki nægilega mikið á þumalputtann sinn? Vanrækjum við þumalinn? Sennilega hef ég ekki sýnt mínum þumal nægilega mikla athygli. Það býr lítill þumall í okkur öllum. Upp með þumlana.