Komum okkur úr þessu landi
Það var ekki lengi að seljast upp á tónleika Belle & Sebastian á Nasa. Sjálfur var ég svifaseinn en samt ekkert grátandi mikið út af þessu. Ég hugga mig mikið við hljómsveitina Camera Obscura sem eru landar B&S og leika tónlist í svipuðum dúr og þeir, kannski jafnvel aðeins fágaðri. Nýjasta plata Obscura heitir Let's get out of this country og mæli ég eindregið með þeim grip. Einstaklega fín plata. Góð dæmi um fínleika Camera Obscura eru lögin Lloyd, I'm ready to be heartbroken og hið himinfagra Country Mile.
Camera Obscura - Lloyd, I'm ready to be heartbroken
Camera Obscura - Country Mile