Endurvinnslan: Muse - Supermassive Black Hole          <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d8253453\x26blogName\x3dEndurvinnslan\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://endurvarpid.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://endurvarpid.blogspot.com/\x26vt\x3d3409340575811589944', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
 
  

Endurvinnslan

   

      
     
   

Muse - Supermassive Black Hole



Það veldur mér alltaf miklum spenningi þegar ég hlusta á nýtt efni frá breska rokktríóinu Muse. Það var í gær sem ég útvegaði mér fyrsta singulinn af væntanlegri plötu piltanna sem kemur út 3. júlí með nafninu Black Holes and Revelations. Þessi fyrsti singull sem heitir því kraftmikla nafni Supermassive Black Hole kom mér heldur betur í opna skjöldu. Þegar ég hlustaði fyrst á lagið hélt ég í upphafi þess að þetta væri ekkert Muse, heldur eitthvað annað sem einhver grínisti hefði skýrt með áðurnefndu lagi. Svipað og þegar ég ætlaði um daginn að gæða mér á nýju Keane plötunni og það sem beið mín var spænskt hressingarrokk. En um slíkt var ekki að ræða í tilviki Muse, þetta voru þeir og heldur betur óþekkjanlegir. Þetta lag er vetrarbrautum frá þrumukrafti Stockholm Syndrome, gítarriffsins í Plug in Baby, melódíunnar í Bliss eða tilfinningasvallinu í Space Dementia. Það sem Muse bjóða upp á í þetta sinn er einhver samblanda af Prince og Queen. Verksmiðjutrommurnar, verksmiðjugítarriffið og prince-legur söngurinn er eitthvað sem maður bjóst ekki við úr hausnum á Matthew Bellamy. Í mínum augum er þetta nýja lag vonbrigði þar sem ég hef dýrkað Muse fyrir allt annað en að búa til útvarpsvæn popplög. Ég hef dýrkað þá fyrir kraft sinn, hugmyndaauðgi, tilfinningaríku lög sín og ótrúlega söngrödd Matt Bellamy. Lítið af þessu má heyra í Supermassive Black Hole. Ég veit ekki hvað Matt var að spá þegar hann samdi þetta lag en honum tókst allavega að koma á óvart og gera eitthvað sem Muse hefur aldrei gert áður. Ég ætla ekki að segja að nýja Muse lagið sé lélegt, það vinnur ágætlega á og ætti að virka vel í partýum. Það er hins vegar ekki alveg það sem maður var að vonast eftir frá strákunum. Það verður ansi forvitnilegt að heyra hvernig þessi nýja plata verður.
                        
« Home | Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
| Next »
                         
  
    |                          » Skrifa ummæli          
  


time life music
time life music