Pandora
Fyrir þá sem nenna að gefa sér tíma í að hlusta á tónlist þá er Pandora forritið ansi sniðugt. Þarna getur maður búið til sínar eigin "stöðvar" sem byggja á ákveðnu lagi eða listamanni sem maður skráir inn. Þannig að ef maður vill uppgötva eitthvað nýtt sem er í svipuðum dúr og maður fílar þá er mögulegt að Pandora grafi það upp. Þetta er sérstaklega sniðugt fyrir fólk sem hefur lítið að gera. Kostirnir við þetta er að tónlistin er í fínum gæðum og mjög mikið úrval af tónlist er þarna inni. Explore and enjoy.