Það var lagið
Ég er offsalega spenntur fyrir samkynhneigðu kúrekunum í Brokeback Mountain. Myndin rakaði til sín Gullhnataverðlaunum nýlega og myndin er að fá bullandi dóma. Óli Prik lýsir henni til dæmis sem "ein svakalegasta mynd ársins", Einar Áskell sagði "þvílíkt meistaraverk" og Tinni vildi meina að "Þetta er svakalega góður ís". Sjaldan hefur maður séð jafn mikið lof hlaðið yfir eina mynd, og það frá þessum góðkunnu köppum. Í tilefni þess að fólk er grenjandi yfir þessari fallegu mynd ætla ég að setja lag sem kannski inniheldur svipaða stemningu og Brokeback Mountain. Það er hið undurtöfrandi lag In the woods með My morning Jacket. Markmið mitt er síðan að sjá hommana um helgina.
My morning Jacket - In the woods
My morning Jacket - In the woods