System of a Down - Hypnotize (2005)
Hinn helmingurinn af tvöföldum diski Neðankerfismanna kom út í nóvember.
Ég varð fyrir eilitlum vonbrigðum með fyrri plötuna Mezmerize og ég varð í raun fyrir meiri vonbrigðum með þessa nýrri. Mér finnst þeir einfaldlega ná flugi í of fáum lögum á þessari plötu. Það er helst í Attack, Dreaming og Vicinity of obscenity þar sem þeir sýna sitt rétta andlit. Engu að síður er System of a Down of góð hljómsveit til að gera lélega plötu en þessi er hins vegar ekkert sérstök.
6/10