Jarhead (2005)
Krukkuhaus er mynd gerð af Sam Mendes en áður hefur hann gert hina mögnuðu 'American Beauty' og hina fínu 'Road to Perdition'. Umfjöllunarefnið í þessari er Íraksstríðið fyrra og hvernig Swoff nokkur upplifði það.
Í Jarhead eru þónokkur flott atriði en hin alvarlegi undirtónn myndarinnar einhvern vegin snerti mig ekki. Myndin er skemmtileg afþreyjing, sérstaklega framan af og eiga leikararnir allir hrós skilið fyrir góðan leik. Eitthvað fannst mér hins vegar vanta svo að myndin næði háum hæðum, ef til vill skýrari afstöðu til stríðsins.