Lag líðandi stundar
Lag líðandi stundar í hausnum á mér er allsvakalega skemmtilegt. Ég man hreinlega ekki eftir hvenær ég skemmti mér eins vel við að hlusta á lag. Þetta er svo grípandi og hressandi að það er með ólíkindum. Hljómsveitin er The Darkness og lagið af nýjustu plötu þeirra, það heitir Girlfriend. Þetta ætti að hressa í brotajárninu inni í hausnum á ykkur. Það hressir mig allavega hreint gríðarlega.