Dáleiddir neðankerfismenn
Nýja neðankerfismannaplatan er að fara ágætlega ofan í mig þó að sama vandamálið sé uppi á teningnum og á fyrri plötu þeirra á þessu ári að gítarleikarinn er of mikið að troða sér ofan í míkrófóninn. Það er synd þegar fyrir er frábær söngvari en einhver api með geðsýkislega rödd heldur að hann geti sungið. Á Hypnotize er þó töluvert af skemmtilegum lögum og meðal þeirra er Vicinity of Obscenity en þetta er lag sem ég hlusta á og ég veit hreinlega ekki hvort ég er að koma eða fara, hvað snýr upp og hvað snýr niður eða hvað tímanum líður. Ég slamma bara dáleiddur og rangeygður. Og slefa.