Sigur-Rós - Takk (2005)
Ég er ekki frá því að Sigur-Rós strákarnir hafi toppað Ágætis Byrjun með þessari undursamlega fögru plötu. Ég áttaði mig þó ekki á því hvað þessi plata er stórkostleg fyrr en ég sá þá taka hana á tónleikunum í Laugardalshöll. Fagurfræðilega óaðfinnanleg plata og það langbesta sem kemur frá Íslandi árið 2005. Ef þér þykir vænt um einhvern þá gefuru honum þessa í jólagjöf.
9/10