My morning jacket - Z (2005)
Þetta er fyrsta platan sem ég hlusta á með þessari bandarísku hljómsveit sem svipar um margt til The Flaming Lips.
Þetta er alveg mögnuð plata og með betri plötum sem ég hef heyrt á árinu. Tíu lög, öll hörkuflott, vel skreytt rokk og popplög, snilldarlega spiluð og sungin. Tjáningin í rödd söngvarans er á köflum alveg stórkostleg og hann kemur tilfinningum vel til skila á plastið, annars frábær söngvari með dúnmjúka rödd. Ég á nú frekar erfitt með að lýsa þessari tónlist enn frekar, mæli bara eindregið með henni.
Knot comes loose
Wordless chorus
9/10