King Kong (2005)
Íturvaxna górillan King Kong er hér leidd í dagsljósið af Peter Jackson. Mótleikarar górillunnar eru engir apakettir heldur þau Adrien Brody, Naomi Watts og Jack Black.
Eitt er á hreinu að engum á eftir að leiðast á þessari mynd þrátt fyrir feiknar langan sýningartíma. Ærslagangurinn og keyrslan er nefninlega Þvílík að á köflum þá langar manni bara að sjá rólegt samtalsatriði næst. Þetta er allt saman nokkuð vel gert og leikur með ágætum, Jack Black kemur mest á óvart án alls fíflagangs. Og jú górillan stórbeinótta verður persóna sem maður sér vissulega eftir og því virkar myndin eins og hún á að virka. Annars er þetta bara skotheld ævintýramynd.