Man on Fire (2004)
Það er Tony nokkur Scott (Crimson Tide, True Romance) sem ber ábyrgð á þessari spennumynd en í henni vippar Denzel Washington sér í hlutverk launmorðingja sem tekur að sér að vera lífvörður ungrar stúlku.
Þetta fannst mér svona alveg þokkaleg hasarmynd. Góður samleikur Denzel og Dakota Fanning var það sem stóð upp úr. Hins vegar varð maður þreyttur á klippi- og effektagleðinni sérstaklega í hasaratriðunum en Tony Scott og Jerry Bruckheimer eru þekktir fyrir þessa list. Þetta verður ofboðslega þreytandi og mér fannst þetta eyðileggja alveg spennuna. Rænir raunsæinu alveg af atburðarrásinni. Síðan fannst mér ofbeldislopinn teygður full mikið, hefði alveg mátt stytta myndina töluvert og svo hefði endirinn mátt vera kraftmeiri. Hins vegar þokkaleg afþreyjing og ágætlega blóðug fyrir þá sem það vilja.