Sideways (2004)
Þessi mynd þótti heldur betur málið þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsi einhvern tíma. Hún var tilnefndt til 5 óskarsverðlauna (m.a. besta mynd) og fékk helling af öðrum verðlaunum. Mér þóttu fyrri myndir Alexander Payne (leikstjóri) fínar, það er Election og About Schmidt.
Ég skil ekki alveg hvað á að vera svona frábært við þessa mynd. Tveir vinir ferðast um Kaliforníu, smakka vín og annar vill óðan fá sér á broddinn áður en hann giftir sig. Svo sem ágætis rómantík þarna á milli Giamatti og ljóshærðu konunnar en annað heillaði ekki. Mér finnst kannski full ósanngjarnt að segja að "ekkert hafi gerst í myndinni" eins og konan sagði en engu að síður fann ég ekkert á mér eftir þessa miklu vínsmökkunarmynd.