Crash (2004)
Crash er mynd eftir Paul nokkurn Haggis og í henni má sjá andlit eins og Don Cheadle, Sandra Bullock, Matt Dillon og Brendan Fraser. Myndin er komin á vídjó og DVD.
Ég varð nú fyrir smá vonbrigðum með Crash. Það eru margar flottar og nokkuð áhrifaríkar senur í myndinni en mér fannst þessar senur ekki ná að tengjast nógu mikið svo úr kæmi heilsteypt mynd. Myndin fjallar annars fyrst og fremst um kynþáttafordóma og hvernig þeir eru inngrónir í alla, líka þá sem segjast ekki vera með fordóma. Þess má síðan geta að myndinni svipar þó nokkuð til Magnolia þó að umfjöllunarefnið sé allt annað.