Editors - The Back Room (2005)
Þetta breska band sem ég hef gefið titilinn "litli bróðir Interpol" hefur verið á kafi í eyrunum á mér síðastliðnar vikur. Platan þeirra "The Back Room" hefst á laginu "Lights" sem er eitt besta lagið sem ég hef heyrt á þessu ári. Stutt, kröftugt og hæfilega grípandi. Í kjölfarið á Lights kemur síðan aðal hittari plötunnar (en þau eru einmitt ansi oft nr.2) Munich sem stendur vel undir nafni og í réttlátum heimi ætti þetta lag að vera vinsælt. Restin af plötunni gleður eyrað vel. "Blood", "Camera" og "Bullets" bera þar hæst. Fyrir þá sem hafa gaman að dramatísku og grípandi rokki þá er Editors vel þess virði að leggja við hlustir.
8/10