Mean Creek (2004)
Mean Creek er ein af þeim myndum sem ég missti af á fyrstu Icelandic film festival. Nokkrir krakkar plata aðalfant skólans í bátsferð til að ná sér niður á honum en ekki fer allt eins og ætlað var.
Það sem stendur uppi er magnaður leikur yngstu krakkana, hann er þarna hann Rory Culkin og sýnir hann enn einn stórleik ásamt stelpunni sem leikur "kærustuna" hans. Þetta er mjög svona raunsæ mynd þannig að þeir sem vilja meiri Hollywood ættu að leita annað. Mér fannst þetta annars fín mynd.