Rúsínur
Ég borða ekki rúsínur. Mörgum finnst það skrítið að ég skuli ekki borða rúsínur því mörgum finnst rúsínur svo góðar. Oftar en ekki eru þær faldar innan í súkkulaði og þessu kjammsar fólk á. En í mínum augum eru rúsínur eitthvað það óirnilegasta sem ég get upp í mig látið. Þetta er voða svipað og sveskjur, bara minna. Af hverju er enginn búinn að dýfa sveskjum í súkkulaði og láta fólk kjammsa á því? Þetta er lítið, svart og krumpað fyrirbæri og lítur jafnvel út eins og eitthvað sem kemur út um rassinn á litlu dýri. Nýlega var ég síðan að horfa á mynd þar sem ein persónan var sammála mér í þessu og skýringin sem hún gaf á því af hverju hún borðar ekki rúsínur þótti mér hitta naglann á höfuðið: "Áður fyrr voru þær feitar og safaríkar, en núna eru þær krumpaðar. Lífi þeirra hefur verið stolið. Þær eru sætar á bragðið en í raunveruleikanum eru þær bara niðurlægð vínber". -Joon í "Benny & Joon".