Hostage (2005)
Ég sá þessa mynd í gærkvöldi en hún teflir fram Brúsaranum í hlutverki lögreglumanns sem heldur betur þarf að taka á honum stóra sínum.
Hér er á ferð vel áhorfandi mynd. Hún er þónokkuð spennandi frá upphafi til enda og sjónrænt og leikrænt séð er hún metnaðarfull. Að mestu leytu þó hefðbundin Hollywood hasarmynd en franski leikstjórinn Florent Siri gefur henni sérstakan brag og slungið handritið heldur uppi spennunni. Það er síðan með Bruce Willis eins og vín, hann verður bara betri með árunum.