Íbei
Ég verð að mæla með síðunni Ebay.com sem flestir ættu að kannast við. Einhverra hluta vegna fór ég aldrei inn á þessa síðu fyrr en í þessum mánuði þegar Tryggvi sagðist hafa gert góð kaup á MP3 spilara. Ég endaði með tvo geisladiska og MP3 spilara. Ég borgaði 1000 kall fyrir diskana sem er vel sloppið miðað við nýlega diska. Fyrir mp3 spilarann borgaði ég 7500 í heildina sem telst einnig ansi vel sloppið. Svona apparat kostar um 15.000 kall hérna heima. Þannig að það er hægt að gera ansi góð kaup þarna og síðan geta uppboðin oft verið gríðar spennandi og oft ráðast "úrslitin" ekki fyrr en á síðustu sekúndum. Gallinn við þetta er kannski að maður getur orðið doldið húkkt á þessu og ég mæli ekki með þessu á meðan próflestri stendur. En úrvals tímadráp hér á ferð.